Snjóþekja á Norðaustur- og Austurlandi

Á Norðaustur- og Austurlandi er víða snjóþekja, hálka og hálkublettir að því er fra mkemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna framkvæmda aðfaranótt 12. október frá klukkan 24:00 til 06:00.

Strandavegur, vegur 643, verður lokaður við Djúpavík frá klukkan 16:00 mánudaginn 8. október til hádegis miðvikudaginn 10. október. Unnið er að ræsagerð á Hringvegi 1 fyrir austan Selfoss við Skeggjastaði. Öll umferð fer um framhjáhlaup á meðan á verkinu stendur. Vegna framkvæmda við þjóðveg 1 austan við Selfoss við Þingborg verða tafir þessa viku og hraði dregin niður.

Vegagerðin minnir einnig vegfarendur á að vegna framkvæmda við núverandi fléttu á vestari enda tvöföldunar á Reykjanesbraut á Strandarheiði er þrengt að umferð úr báðum áttum og umferðarhraði lækkaður.Eru vegfarendur einnig minntir á að sýna aðgát við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík og beðnir að virða hraðatakmarkanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert