Sviptingar í borgarstjórn

00:00
00:00

Sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur var slitið í dag og nýr borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti kynnt­ur til sög­unn­ar. Klukk­an hálf fimm var boðaður blaðamanna­fund­ur þar sem nýr borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Vinstri Grænna, Fram­sókn­ar­flokks og F-lista var kynnt­ur á tjarn­ar­bakk­an­um við Ráðhúsið.

Skömmu eft­ir fund­inn á tjarn­ar­bakk­an­um var boðaður blaðamanna­fund­ur sjálf­stæðismanna fyr­ir utan heim­ili Vil­hjálms þar sem kom fram að þeim þætti hart að Björn Ingi Hrafns­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks, skyldi slíta sam­starf­inu við minnstu mót­stöðu.

Niðurstaða hins nýja sam­starfs er sú að Dag­ur B. Eggerts­son verður borg­ar­stjóri, Svandís Svavars­dótt­ir verður póli­tísk­ur staðgeng­ill borg­ar­stjóra og leiðir starf meiri­hlut­ans í stefnu­mót­un í mál­efn­um Orku­veit­unn­ar, um­hverf­is­mál­um, sam­göngu­mál­um, skipu­lags­mál­um, Sorpu og Strætó.

Björn Ingi Hrafns­son verður formaður borg­ar­ráðs og leiðir starf meiri­hlut­ans í íþrótta- og tóm­stunda­mál­um og stjórn Faxa­flóa­hafna.

Mar­grét Sverr­is­dótt­ir verður for­seti borg­ar­stjórn­ar og leiðri starf meiri­hlut­ans í menn­ing­ar- og ferðamál­um.

Á fund­in­um kom jafn­framt fram að sam­komu­lag hefði orðið um að Sam­fylk­ing­in leiði starf meiri­hlut­ans í mennta- og vel­ferðar­mál­um auk mál­efna Orku­veit­unn­ar. Vinstri græn munu leiða starf meiri­hlut­ans í jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­mál­um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mun ein­beita sér að mál­efn­um Eigna­sjóðs og F-listi leiðir störf inn­an heil­brigðis­nefnd­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert