Þyngslin hurfu af bæði líkama og sál

Samkvæmt vinnureglum 12 spora kerfanna látum við það liggja milli hluta hvað hún heitir, hvar hún vinnur eða hvað hún er gömul. Það eina sem skiptir máli er að hún er einn fjölmargra matarfíkla sem hafa fundið lausn á sínum vandamálum innan OA samtakanna eftir margra ára vanlíðan.

„Ég var alltaf að hugsa um megrun, ég var alltaf á leiðinni í megrun, ætlaði alltaf að byrja á morgun og ég ætlaði aldrei aftur að éta yfir mig. Og svo gerði ég það auðvitað strax næsta dag - fyrir hádegi," segir hún.

„Þegar ég gafst endanlega upp fyrir átta árum , þá var ég orðin 120 kíló og bara gat ekki meira af þessu kjaftæði. Maður gat varla reimað skóna, var alltaf að skipuleggja megrun og árangurinn var enginn." Og þá gekk hún til liðs við OA og fór að sækja fundi. Hún segist ekki hafa „dottið í það" í um sjö ár. Það var henni erfitt að horfast í augu við eigin vanmátt gagnvart sjúkdómnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert