Alfreð Þorsteinsson hafði samband við Dag

Alfreð Þorsteinsson.
Alfreð Þorsteinsson. mbl.is

Í fyrsta skipti er meirihluti borgarstjórnar sprunginn á miðju kjörtímabili. Púðrið hefur safnast fyrir undanfarna daga – í raun á ótrúlega skömmum tíma, því áður var ekkert sem benti til annars en að allt léki í lyndi. Menn hafa rætt saman í öllum hornum eftir að vandræðin hófust og fjölmargt hefur ekki komið fram um það sem þar gerðist bakvið tjöldin.

Ljóst er að kraumað hefur í öllum pottum á borgarstjórnarfundi sem fram fór á miðvikudag. Í boði Yoko Ono kvöldið áður hafði samfylkingarfólk orðið þess áskynja að mikið óþol var meðal framsóknarmanna gagnvart samstarfinu. Og fyrir borgarstjórnarfundinn hafði Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins og stjórnarformaður Orkuveitunnar, sett sig í samband við Dag B. Eggertsson símleiðis. Alfreð átti eftir að koma meira við sögu.

Oddvitar minnihlutans funduðu fyrir borgarstjórnarfundinn og ræddu stöðuna og möguleika á samstarfi við Framsóknarflokkinn. Það komu síðan upp á fundinum vangaveltur hjá minnihlutanum um að sátt hefði tekist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og barst þá vísbending frá Framsókn um að "engin sátt" hefði tekist. Einnig kom það skýrt fram í ræðu Björns Inga Hrafnssonar að skýr ágreiningur væri enn fyrir hendi innan meirihlutans "og í raun talaði hann sig gegn sátt".

Þetta varð til þess að Björk Vilhelmsdóttir kallaði eftir því hvort skilja ætti orð Björns Inga þannig að hann væri fús til samstarfs við minnihlutann ef möguleiki opnaðist. "Hann út af fyrir sig svaraði því ekki afdráttarlaust," segir Dagur B. Eggertsson, "en þó þannig að eftir fundinn ræddum við [oddvitar minnihlutans] þetta aftur".

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert