Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum grunaðir um að hafa brotist inn í bæjarskrifstofurnar í Reykjanesbæ síðast liðna nótt. Innbrotið uppgötvaðist í morgun og saknaði starfsfólk einskis nema hvað óskilgreind upphæð af reiðufé mun hafa horfið. Að sögn lögreglunnar er málið í rannsókn.
Mennirnir sem í haldi eru munu vera hælisleitendur en umsókn þeirra um hæli á Íslandi er sem stendur í vinnslu og á meðan dvelja mennirnir á Fitjum, gistiheimili í Njarðvík. Mennirnir hafa sagt lögreglu að þeir væru annars vegar frá Hvíta Rússlandi og hins vegar frá Úkraínu.
Bæjarskrifstofurnar eru í sama húsi og Sparisjóðurinn.