Engin tilkynning um peningaþvætti leiddi til saksóknar

Embætti ríkislögreglustjóra bárust á síðasta ári 323 tilkynningar frá tilkynningaskyldum aðilum um að grunur léki á peningaþvætti. Engin þessara tilkynninga leiddi til saksóknar. Flestar voru tilkynningarnar um upphæðir á bilinu 100 þúsund krónur til hálf milljón.

Samkvæmt lögum, sem sett voru á síðasta ári er tilkynningarskyldum aðilum skylt að láta athuga gaumgæfilega öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka og tilkynna lögreglu um viðskipti þar sem slík tengsl eru talin vera fyrir hendi.

Fram kemur í nýrri skýrslu frá ríkislögreglustjóra, að nánast allar tilkynningar um grun um peningaþvætti komu frá fjármálafyrirtækjum. Aðeins ein barst frá fasteignasala. Segir í skýrslunni, að þetta veki spurningar um vitneskju tilkynningarskylda aðila, annarra en fjármálafyrirtækja, um lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og mikilvægi þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert