Fjölmennasta skákmót ársins

Fjölmennt verður í Rimaskóla en þessi mynd var tekin þar …
Fjölmennt verður í Rimaskóla en þessi mynd var tekin þar á öðru skákmóti. mbl.is/Golli

Búist er við harðri keppni á Íslandsmóti skákfélaga 2007 sem hófst í Rimaskóla í Grafarvogi kl. 20.00. Í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir að Þetta sé fjölmennasta skákmótið sem haldið er á íslandi þetta árið., Um helgina munu um 400 skákmenn alls staðar að af landinu flykkjast í Grafarvoginn til að tefla um Íslandsmeistaratitil skákfélaga 2006.

Keppt er í fjórum deildum, en að sögn skáksambandsins verður mesta spennan í baráttunni í 1. deild þar sem allra sterkustu liðin með erlenda sem innlenda stórmeistara í broddi fylkingar keppa um Íslandsmeistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert