Foreldrarnir völdu fatlaða barnið

„Ég var hrædd við að verða barnshafandi svona gömul. Þegar ég sá fatlaða einstaklinga á götum úti leið mér t.d. eins og það væri eitthvað hræðilegt. En mér finnst það eiginlega svolítið fyndið núna hvað ég var hrædd við þetta," segir Harpa Þórisdóttir sem er 43 ára gömul og á átta vikna gamlan dreng með Downs-heilkenni.

Harpa og maður hennar fóru í hnakkaþykktarmælingu á fyrstu vikum meðgöngunnar og fengu þær niðurstöður að helmingslíkur væru á því að barnið væri með litningagalla. Þau kusu að fara ekki í legvatnsástungu til að staðfesta gallann. Barnið fæddist í sumar, heilbrigt að frátöldu Downs-heilkenninu.

Á síðustu fjórum árum mun aðeins eitt barn hafa fæðst á Íslandi eftir að staðfest var að fóstrið var með Downs-heilkenni. Allir aðrir hafa kosið að eyða fóstrinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert