Franska landsliðið veðurteppt á Egilsstöðum

Mynd úr vefmyndavél Vogaflugvallar í dag. Þar er svartaþoka.
Mynd úr vefmyndavél Vogaflugvallar í dag. Þar er svartaþoka.

Franska landsliðið, sem á að keppa við Færeyinga í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu um helgina, er nú á Egilsstöðum vegna þess að ekki er hægt að lenda í Færeyjum vegna þoku. Þetta kemur fram á færeyska fréttavefnum olivant.fo.

Flugvél Frakkanna fór frá Kaupmannahöfn skömmu eftir hádegi í dag og átti að lenda í Færeyjum um klukkstund síðar. En eins og áður sagði þurfti vélin að fara til Egilsstaða og mun vera þar enn. Reyna átti að fara til Færeyja síðar í kvöld.

Thierry Henry er veðurtepptur á Egilsstöðum ásamt félögum hans í …
Thierry Henry er veðurtepptur á Egilsstöðum ásamt félögum hans í franska landsliðinu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka