Hakkavélar sem geta tætt í sig hvað sem er

Gunnar Dofri Ólafsson
Gunnar Dofri Ólafsson mbl.is/Frikki

Latneska orðatiltækinu Ad Astra má snara á íslensku sem „til stjarnanna" en Ad Astra er einmitt nafn nýs fyrirtækis sem Gunnar Dofri Ólafsson, 19 ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, hefur stofnað. Að fyrirtækinu standa að auki fimm önnur ungmenni, en stofnendurnir hafa notið liðsinnis alþingismannsins Péturs Blöndal. Starfsemi fyrirtækisins hefst 20. október, en á vegum þess verður börnum á aldrinum ellefu til sextán ára sem talin eru búa yfir óvenjumiklum hæfileikum, eða bráðgerum börnum, boðið upp á námskeið við hæfi.

Námskeiðin hafa verið kynnt í flestum skólum á „stórsuðvesturhorninu" að sögn Gunnars Dofra og sækja nemendur um þátttöku á vefsíðu þess, adastra.is.

Gunnar Dofri tók fyrir nokkrum árum sjálfur þátt í tilraunaverkefni á vegum Háskóla Íslands og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en það bar yfirskriftina Bráðger börn – verkefni við hæfi. Verkefnið naut vinsælda meðal foreldra og barna en því var hætt á vorönn árið 2004.

"Pétur kenndi mér í gamla daga í þessu verkefni og það tókst með okkur ágæt vinátta. Ég hef alltaf suðað í honum þegar við höfum hist að setja þetta aftur af stað," segir Gunnar Dofri. Pétur hafi svo hringt í sig í vor og spurt hvort Gunnar Dofri vildi ekki stofna fyrirtæki um verkefnið. Gunnari leist vel á það og hefur frá því í júní unnið að því með hléum að koma fyrirtækinu á koppinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert