REI fær verk Orkuveitunnar erlendis í 20 ár

Bygging Orkuveitu Reykjavíkur.
Bygging Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/ÞÖK

Tuttugu ára samningur um að öll erlend verk Orkuveitunnar renni til Reykjavík Energy Invest var undirritaður daginn áður en samruni REI og Geysir Green Energy var samþykktur. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í dag en Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI, staðfesti þetta þar.

Haft var eftir Guðmundi, að tíu miljarða króna mat á óefnislegum eignum Orkuveitu Reykjavíkur felist í þessum samningi, auk þekkingar OR á jarðvarma og samningur um þjónustu OR við REI.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka