Tuttugu ára samningur um að öll erlend verk Orkuveitunnar renni til Reykjavík Energy Invest var undirritaður daginn áður en samruni REI og Geysir Green Energy var samþykktur. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í dag en Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI, staðfesti þetta þar.
Haft var eftir Guðmundi, að tíu miljarða króna mat á óefnislegum eignum Orkuveitu Reykjavíkur felist í þessum samningi, auk þekkingar OR á jarðvarma og samningur um þjónustu OR við REI.