Búið er að skrifa undir kaupsamning milli væntanlegs hlutafélags og skiptastjóra rækjuverksmiðjunnar Miðfells á Ísafirði og hófst rækjuvinnsla því á ný á Ísafirði í morgun. 22 starfsmenn mættu til vinnu í morgun og er stefnt á að þeir verðir rúmlega 30 innan tíðar.
Stofnendur félagsins eru Byggðastofnun og útgerðarfélagið Birnir. Fleiri aðilar koma til með að gerast stofnfélagar næstu daga, en verið er að bíða eftir kennitölu og nýju nafni á fyrirtækið til að svo geti orðið, samkvæmt frétt Bæjarins besta.