Svandís: „Valhöll getulaus í erfiðum málum"

Frá félagsfundi VG í Reykjavík í kvöld.
Frá félagsfundi VG í Reykjavík í kvöld. mbl.is/Golli

Vinstrihreyfingin grænt framboð hélt fyrir skömmu félagsfund í Reykjavíkurfélagi sínu. Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í Reykjavík, fór þar yfir atburðarásina sem leiddi til þess, að nýr meirihluti var myndaður. Hún byrjaði á að fjalla um Orkuveitumálið og sagði að málflutningur Vinstri grænna hefði snúist um að koma á góðum vinnubrögðum og stöðva „einkavæðingarbrjálæðið”

Svandís sagði að það brjálæði náði hámarki þegar sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu farið að sækja sér ráðgjöf í Valhöll. „Sú ráðgjöf sýndi það að Valhöll er getulaus þegar kemur að erfiðum málum,” sagði Svandís.

„Í þessum leiðangri eru flokkar sem við myndum aldrei kjósa. Í þessum leiðangri verðum við að bera höfuð nógu hátt til að stýra ferðinni með sama hjarta og við gerðum í allri þessari umræðu," sagði Svandís.

Í ályktun fundarins sem var samþykkt einróma var nýjum meirihluta í Reykjavíkurborg fagnað og lögð áhersla á að hann væri myndaður til að starfa í anda félagshyggju, öflugrar almannaþjónustu og lýðræðislegra vinnubragða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka