Svandís: „Valhöll getulaus í erfiðum málum"

Frá félagsfundi VG í Reykjavík í kvöld.
Frá félagsfundi VG í Reykjavík í kvöld. mbl.is/Golli

Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð hélt fyr­ir skömmu fé­lags­fund í Reykja­vík­ur­fé­lagi sínu. Svandís Svavars­dótt­ir, odd­viti VG í Reykja­vík, fór þar yfir at­b­urðarás­ina sem leiddi til þess, að nýr meiri­hluti var myndaður. Hún byrjaði á að fjalla um Orku­veitu­málið og sagði að mál­flutn­ing­ur Vinstri grænna hefði snú­ist um að koma á góðum vinnu­brögðum og stöðva „einka­væðing­ar­brjálæðið”

Svandís sagði að það brjálæði náði há­marki þegar sex borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hefðu farið að sækja sér ráðgjöf í Val­höll. „Sú ráðgjöf sýndi það að Val­höll er getu­laus þegar kem­ur að erfiðum mál­um,” sagði Svandís.

„Í þess­um leiðangri eru flokk­ar sem við mynd­um aldrei kjósa. Í þess­um leiðangri verðum við að bera höfuð nógu hátt til að stýra ferðinni með sama hjarta og við gerðum í allri þess­ari umræðu," sagði Svandís.

Í álykt­un fund­ar­ins sem var samþykkt ein­róma var nýj­um meiri­hluta í Reykja­vík­ur­borg fagnað og lögð áhersla á að hann væri myndaður til að starfa í anda fé­lags­hyggju, öfl­ugr­ar al­mannaþjón­ustu og lýðræðis­legra vinnu­bragða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert