Nú er nýhafinn opinn fundur borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins í Reykjavík þar sem þeir Björn Ingi Hrafnson, borgarfulltrúi og Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi, fara yfir atburði síðustu daga og ræða nýja stöðu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að oddvitir flokkanna fjögurra, sem mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn, ræði saman um málefnasamning í dag og þá eru fyrirhugaðir fundir í stofnunum flokka í borginni.
Vinstri gænir í Reykjavík halda félagsfund í kvöld og Samfylkingarfélagið í Reykjavík hefur boðað til fundar um meirihlutasamstarf í Reykjavík klukkan 11 á morgun. Þar verður Dagur B. Eggertsson, tilvonandi borgarstjóri, gestur.