Dagur B. Eggersson, verðandi borgarstjóri, sagði er hann var spurður um afstöðu sína til skipulagsmála á fundi Samfylkingarinnar í dag að ljóst væri að hann og Kristján Möller samgöngumálaráðherra þurfi að hittast og ræða málefni Reykjavíkurflugvallar innan skamms. „Flugvallarmálið er gríðarlega stórt og eigum við ekki bara að orða það þannig að býsna fljótt þurfum við Kristján Möller að hittast," sagði hann.
„Þeir sem þekkja mig vita að ég hef töluverðan áhuga á skipulagsmálum og mun gera það áfram í nýrri borgarstjórn. Við erum með sterkan hóp sem er treystandi til að ná jafnvægi milli verndar og nýbyggingar í borginni."