Ellefu einstaklingar voru ákærðir fyrir brot gegn lögreglusamþykkt í Reykjavík í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var aðallega um að ræða hegðunartengd brot. Fólk var kært fyrir að kasta af sér vatni á almannafæri, hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og annað slíkt en ákærurnar voru gefnar út í samræmi við þá stefnu lögreglu að leggja aukna áherslu á að fylgja eftir lögreglusamþykkt um hegðun á almannafæri.