Haukar efstir eftir 1. umferð Íslandsmóts skákfélaga

Friðrik Ólafsson mætti til leiks á ný í Íslandsmóti taflfélaga.
Friðrik Ólafsson mætti til leiks á ný í Íslandsmóti taflfélaga. mbl.is/Golli

Skákdeild Hauka er með forystu eftir fyrstu umferð Íslandsmóts skákfélaga eftir 7-1 sigur á sveit Taflfélags Vestmannaeyja. Íslandsmeistarar Hellis hófu titilvörnina með 6-2 sigri á eigin b-sveit. Taflfélag Reykjavíkur vann nauman sigur á nýliðum Fjölnis 4,5-3,5. A-sveit Skákfélags Akureyrar vann eigin b-sveit 5-3.

Ýmsir gamlir jaxlar létu sjá sig í keppninni. Mesta athygli vakti, að Friðrik Ólafsson, TR, tefldi sennilega sína fyrstu skák í Íslandsmóti skákfélaga í um 30 ár er hann gerði jafntefli við Davíð Kjartansson. Þá tefldi Karl Þorsteins, Helli, sína fyrstu skák í ein fjögur ár er hann vann Svíann Anders Hansen.

Í 2. deild er A-sveit Taflfélags Reykjavíkur efst með 6 vinninga og í 3. deild eru TR-c og KR með 5 vinninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert