„Mér fannst niðurfellingin í rauninni önnur nauðgun og miklu verri," segir kona á fertugsaldri sem var nauðgað fyrir níu árum. Hún kærði árásina en málið var fellt niður.
Konan var ein af 22 einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir nauðgun árið 1998. Hún var líka ein af þeim sautján sem ákæruvaldið þótti ekki nægilega brotið á til að hefja ákærumeðferð. Alls var sakfellt í þremur af þessum 22 málum sem voru kærð til lögreglunnar á því ári.
Konan segir það með ólíkindum að svona sé staðið að málum. "Réttargæslumaðurinn minn hringdi í mig og sagði mér frá þessu. Ég varð alveg miður mín því áverkar voru miklir, fötin mín voru rifin og ég var sjálf svo illa farin andlega að fjölskylda mín vildi á tímabili láta leggja mig inn vegna hættu á að ég myndi skaða mig. Mér fannst þetta með ólíkindum. Þessi maður sem gerði mér þetta er fárveikur, þó það sé auðvitað aldrei hægt að afsaka svona gjörð. En það er heldur ekki hægt að afsaka þjóðfélag sem samþykkir að svona sé gert við konur."
Nánar í 24 stundum í dag