Ölvaður ökumaður bað um aðstoð lögreglu

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur af lögreglunni á Selfossi í nótt. Annar ökumaðurinn var stöðvaður við hefðbundið eftirlit en hinn, ung kona um tvítugt ók út af veginum við Miðhúsaskóg og óskaði eftir aðstoð lögreglu sem uppgötvaði að stúlkan var undir áhrifum áfengis.

Eitthvað var um slagsmál og pústra á Kaffi Krús á Selfossi í nótt og þurfti að færa einn mann til aðhlynningar á sjúkrahúsinu en áverkar hans munu ekki hafa verið alvarlegir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert