Hildur Inga Rúnarsdóttir guðfræðingur verður á morgun vígð til prestsþjónustu í Kolfreyjustaðarprestakalli. Vígslan fer fram í Hóladómkirkju kl. 14. Vígslubiskup Hólastiftis sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígir Hildi Ingu en sr. Þórey Guðmundsdóttir lýsir vígslu. Vígsluvottar auk hennar verða sr. Íris Kristjánsdóttir, sr. Egill Hallgrímsson og sr. Gunnar Jóhannesson.