Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgarfulltrúa flokksins ekki hafa heyrt af samningi um skuldbindingu Orkuveitu Reykjavíkur um að framselja öll verkefni sín erlendis til Reykjavik Energy Invest til tuttugu ára fyrr en í þessari viku. Þessi samningur hafi ekki verið kynntur á fundi sem haldinn var 3. október og ekki heldur á framhaldsfundi hans sem fram fór næsta dag. Gísli sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í dag að sér þætti þetta kyndugt.