Veggjatítlur útbreiddar í borginni

Veggjatítlur eru mun útbreiddari í húsum borgarinnar en almenningur gerir sér grein fyrir. Þetta er skoðun Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Erling segir að veggjatítlur séu vandamál víða í eldri hverfum borgarinnar, meðal annars í Þingholtunum og í nágrenni þeirra og í Vesturbænum.

Nýlega var dómtekið mál í Héraðsdómi Reykjavíkur sem kaup endur tveggja íbúða í timburhúsi í Þingholtunum höfðuðu gegn seljanda. Í ljós kom að húsið var veru lega skemmt af veggjatítlum. "Þetta er fjárfesting lífs manns og það er mikið áfall að lenda í þessu. En samt má maður ekki líta svo á að þetta sé einhver algjör endapunktur. Það er hægt að vinna á þessum pöddum en það getur auðvitað verið mjög kostnaðarsamt. "Ef við seljum þá munum við að sjálfsögðu gera það undir þeim formerkjum að í húsinu séu veggjatítlur en fram að því viljum við ekki mikið ræða um þetta."

Nánar í 24 stundum í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert