Týr, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, gagnrýnir hugmyndir um gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi. Niðurgreiðsla almenningssamgangna af hálfu sveitarfélaga er skammsýn lausn sem tekur ekki á rót vandans, segir í ályktuninni.
"Vænlegra er að leggja áherslu á að auka fjölda farþega með öðrum hætti eins og að efla leiðakerfið, þjónustu við farþega og betri skýli á stoppistöðvum. Mælir Týr einnig með endurupptöku á næturleiðum á höfuðborgarsvæðinu.
Týr bendir á að taki Kópavogsbær það frumkvæði að gefa strætó gjaldfrjálsan gefi hann fordæmi um að önnur þjónusta sveitarfélagsins verði ókeypis, sem er andstætt stefnu flokksins í Kópavogi fram til þessa," segir í ályktun Týs.