Lögregla varar við veitingahúsapöntunum í tölvupósti

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem varað er við því að und­an­farið hafi borið á því að er­lend­ir aðilar hafi haft sam­band við veit­inga­hús með tölvu­pósti þar sem pöntuð séu borð og veit­ing­ar og boðin fyr­ir­fram­greiðsla með kred­it­korti. Þarna virðist hins veg­ar vera á ferðinni til­raun til þess að svíkja fé út úr veit­inga­stöðum þar sem veit­inga­hús­in eru beðið að skuld­færa háa upp­hæð af kred­it­korti og leggja síðan hluta upp­hæðar­inn­ar inn á ann­an reikn­ing þegar búið er að draga fyr­ir­fram­greiðsluna frá. Með þessu geta veit­inga­hús­in bakað sér refsi­á­byrgð því þarna virðast vera á ferðinni til­raun til fjár­svika, trú­lega með stoln­um kred­it­kort­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert