Nóbelsverðlaunin mikil hvatning fyrir Íslendinga

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að það sé mjög ánægjulegt að vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og formaður hennar, Rajendra Pachauri, skuli hafa ásamt Al Gore fengið friðarverðlaun Nóbels í ár. Í því felist mikil hvatning fyrir Íslendinga því Pachauri hafi litið mjög til Íslands og talið að við gætum verið leiðandi í loftslagsmálum.

Ingibjörg Sólrún sagði að í þeim efnum væri Pachauri ekki síst að horfa til þess hvernig við hefðum náð tökum á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hann hefði verið hér á landi nýverið og unnið með íslenskum stjórnvöldum. Hún hefði átt mjög góðan fund með honum hér á landi og hitt hann síðan einnig á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York.

"Mér finnst þetta mjög mikið gleðiefni og mikil hvatning fyrir okkur," sagði hún.

Ingibjörg Sólrún bætti við að hún teldi að Nóbelsnefndin væri með þessu að vekja enn frekari athygli á mikilvægi þessa málstaðar fyrir öryggi og frið í heiminum, því loftslagsbreytingar snertu lífsgæði fólks um allan heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert