Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun

Hinn nýi meirihluti nýtur trausts meirihluta borgarbúa.
Hinn nýi meirihluti nýtur trausts meirihluta borgarbúa. mbl.is/Brynjar Gauti

Flest­ir þeirra flokka sem standa að nýj­um meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur njóta tölu­vert meiri stuðnings nú en við síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Frétta­blaðsins. 56,5% borg­ar­búa styðja nú­ver­andi meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur sam­kvæmt könn­un­inni. Mest­ur er stuðning­ur­inn meðal þeirra sem segj­ast styðja Sam­fylk­ingu, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk.

78,6% þeirra sem segj­ast styðja Frjáls­lynda flokk­inn styðja nýj­an meiri­hluta. Ein­ung­is 4,1 % þeirra sem styðja Sjálf­stæðis­flokk­inn segj­ast hins veg­ar styðja hinn nýja meiri­hluta en 93,9% stuðnings­manna Sam­fylk­ing­ar seg­ist styðja hann, 92,0 % þeirra sem styðja Fram­sókn­ar­flokk­inn segj­ast gera það og 92,4% þeirra sem styðja Vinstri græn.

Vinstri græn og Sam­fylk­ing myndu bæta við sig ein­um borg­ar­full­trúa hvor væri gengið til kosn­inga nú. Fram­sókn­ar­flokk­ur myndi halda sín­um borg­ar­full­trúa, þrátt fyr­ir ör­lítið minna fylgi, en Sjálf­stæðis­flokk­ur og Frjáls­lynd­ir og óháðir myndu tapa ein­um borg­ar­full­trúa hvor. Vinstri græn myndu bæta við sig 6% sam­kvæmt könn­un­inni og fá 19,4% fylgi. Sam­fylk­ing myndi bæta við sig 3% og fá 30,7% fylgi. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn og óháðir myndi tapa 7% af fylgi sínu og fá 3,1%. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins myndi minnka um 3% og vera 39,4% og fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins félli úr 6,3% í 5,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert