Skipulag hefur áhrif á verðmæti fasteigna og lands

Skipulag Reykjavíkur hefur þróast í gegnum ákveðna hugmyndafræði alveg frá upphafi og það má greina mjög sterk áhrif af hugmyndafræði 20. aldar í því. Skipulag sem búið var til á 7. áratugnum hefur enn mjög mikil áhrif og hefur í raun ekki breyst mjög mikið. Þetta segir Sverrir Bollason umhverfisverkfræðingur, en hann flutti nýlega meistararitgerð sína við umhverfis- og byggingaverkfræðiskor Háskóla Íslands.

Ein af niðurstöðum hans er að skipulag hafi áhrif á verðmæti fasteigna, t.d. með tilliti til þess hver fjarlægð frá íbúðarsvæðum er inn í miðbæjarkjarna. "Eftir því sem fjær miðborgarsvæði er komið lækkar verðið," segir Sverrir, "og þessi áhrif verða meiri eftir því sem fjarlægðirnar verða meiri. Þetta er dæmi um að skipulag geti haft áhrif á verðmyndun."

Á 7. áratugnum voru hverfi skipulögð í heild sinni og það telur Sverrir jákvætt. "Þetta er alls ekkert sjálfgefið," segir hann, "en þetta er ein af þeim ákvörðunum sem óafvitandi voru teknar á 7. áratugnum. Það er ekkert fjallað sérstaklega um það og það er ekki rökstutt. Fólki hefur augljóslega fundist þetta sjálfsagt," segir Sverrir og bendir í því sambandi jafnframt á byggingu hitaveitna. "Það er í sjálfu sér einsdæmi að byggðar séu hitaveitur eins og hér er gert. En okkur finnst það mjög sjálfsagt.&quot.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert