Slydda norðantil á landinu

Veðurstofan spáir norðaustan 13-18 norðvestan- og vestanlands í dag, en annars talsvert hægari austlæg átt. Rigning verður víða um land, en slydda norðvestantil síðdegis og skúrir um sunnanvert landið í kvöld. Hiti verður 1 til 8 stig í kvöld, kaldast norðvestantil.

Á morgun verður norðan 8-13 m/s og slydduél um norðan og síðan austanvert landið, en minnkandi vindur og léttir smám saman til sunnan- og vestantil. Hiti verður um frostmark norðantil.

Á mánudag verður norðaustanátt og snjókoma eða slydda norðan- og austanlands, en léttir annars til. Minnkandi éljagangur verður austantil á þriðjudag, en léttskýjað vestanlands. Svalt í veðri. Á miðvikudag verður skýjað með köflum fram eftir degi, en síðan suðlægar áttir og vætusamt, einkum um landið sunnanvert. Hiti verður 5 til 12 stig síðari hluta vikunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert