Eigendur Hitaveitu Suðurnesja ræða framtíð fyrirtækisins

Eigendur Hitaveitu Suðurnesja (HS) munu koma saman samráðsfundar fyrir hádegi til að ræða óvissu um framtíð fyrirtækisins. Þetta kom fram í morgunfréttum Útvarps.

Haft er eftir bæjarstjóra Reykjanesbæjar að þau áform um að leggja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS inn í Reykjavík Energy Invest stríði gegn hluthafasamkomulagi fjögurra stærstu hluthafanna í HS sem og að OR eignist hlut Hafnarfjarðar og ráðstafi honum á sama hátt.

Hann segir þetta ásamt almennri óvissu um framtíð fyrirtækisins verða rætt á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert