Fisk-Seafood lokar vinnslu á Skagaströnd

Fiskvinnslunni á Skagaströnd verður lokað á næstunni vegna hagræðingar hjá FiskSeafood á Sauðárkróki, eiganda vinnslunnar. Starfsmönnunum, sem eru tæplega 20 talsins, stendur til boða að vinna í frystihúsi fyrirtækisins á Sauðárkróki og ætlar Fisk-Seafood að sjá um akstur starfsfólksins fram og til baka í vinnutíma þess. Eftir þessa lokun verður engin fiskvinnsla lengur á Skagaströnd.

Hafa frest til miðvikudags

Á fundi með starfsfólkinu á Skagaströnd í síðustu viku tilkynnti Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk-Seafood, þessa ákvörðun og gaf jafnfram starfsfólkinu frest til næsta miðvikudags til að ákveða hvort það mundi þiggja vinnuna í frystihúsinu á Sauðárkróki.

Var margur starfsmaðurinn sleginn yfir þessum tíðindum því ekki er aðra atvinnu að hafa á Skagaströnd eins og er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert