Fundað um framtíð Hitaveitu Suðurnesja

Helstu eigendur Hitaveitu Suðurnesja sitja nú á fundi þar sem framtíð fyrirtækisins er rædd en óvissa hefur ríkt um fram tíð þess frá því tilkynnt var um sameiningu Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest.

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ sagði í viðtali við ríkisútvarpið fyrir fundinn að áform um að leggja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja inn í Reykjavík Energy Invest stríði gegn hluthafasamkomulagi fjögurra stærstu hluthafanna í Hitaveitu Suðurnesja.

Fjórir stærstu hluthafar Hitaveitu Suðurnesja eru Reykjanesbær, Geysir Green Energy, Orkuveita Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert