Hagar munu meina ASÍ að gera verðkannanir

Fyrirtækið Hagar, sem m.a. á matvöruverslanirnar Bónus, Hagkaup og 10-11, hefur ákveðið að meina Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) að gera verðkannanir hjá verslunum sínum. Framkvæmdastjóri ASÍ segir að sambandið muni halda áfram að láta neytendum í té upplýsingar um matvöruverð á markaðnum.

Í yfirlýsingu frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, kemur fram að vöruþekking og nákvæmni séu ekki nægileg í könnunum ASÍ. Bónus hafi frá árinu 1989 boðið upp á lægsta matvöruverð á Íslandi og óvönduð vinnubrögð ASÍ megi ekki gefa fólki hugmyndir um að það hafi breyst. Verður ASÍ meinað að gera verðkannanir í verslunum Haga á meðan fyrirtækið rekur mál gegn ASÍ fyrir dómstólum vegna sannleiksgildis tilkynninga ASÍ um verðlag.

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir yfirlýsingu forstjóra Haga vera með ólíkindum. Kannanir ASÍ sé unnar út frá verklagsreglum sem sambandið og Samtök um verslun og þjónustu hafi unnið í sameiningu. Neytendur eigi að fá að vita hvert matvöruverðið sé í landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert