Heitavatnsstuldur rannsakaður

Nokkrar kærur hafa borist lögreglunni á Selfossi vegna meints þjófnaðar á heitu vatni. Fyrst og fremst hefur þetta verið í sumarbústöðum og falist í því að aðilar hafa náð að taka meira vatnsmagn inn í húsin en greitt er fyrir, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Í flestum tilvikum er það þannig að húseigandi kaupir ákveðinn skammt af heitu vatni sem þá fer í gegnum hemil sem er stilltur á það vatnsmagn sem samið er um kaup á, segir lögregla. Hinir kærðu hafa síðan annað hvort tengt framhjá hemlinum eða rofið innsigli á honum og aukið við magnið. Málin eru í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert