Laxerolía í samlokum í Brekkubæjarskóla á Akranesi

Brekkubæjarskóli.
Brekkubæjarskóli. mbl.is

Síðastliðinn fimmtu­dag urðu nokkr­ir nem­end­ur tí­unda bekkj­ar Brekku­bæj­ar­skóla á Akra­nesi upp­vís­ir að því að spilla sam­lok­um sem þeir seldu í brauðsölu inn­an skól­ans. Settu þeir lax­erol­íu á nokkr­ar sam­lok­ur og seldu þær. Nokkr­ir nem­end­ur veikt­ust í kjöl­farið. Greint er frá þessu á Skessu­horni.

Skóla­yf­ir­völd full­vissa aðra nem­end­ur og for­ráðamenn þeirra um að slíkt eigi ekki að geta end­ur­tekið sig. Í til­kynn­ingu frá skóla­yf­ir­völd­um seg­ir m.a: „Þegar hef­ur verið tekið á þessu máli hér í skól­an­um með full­um þunga. Við erum búin að kom­ast fyr­ir rót vand­ans og höf­um gert ráðstaf­an­ir til að koma í veg fyr­ir að nokkuð þessu líkt geti nokk­urn tíma hent aft­ur. Við höf­um breytt öllu skipu­lagi á af­greiðslu í brauðsöl­unni, auk þess sem hún var þrif­in í hólf og gólf.”

Þá seg­ir einnig í til­kynn­ingu skóla­yf­ir­valda að nem­end­ur ung­linga­deild­ar sem hafa keypt af brauðsöl­unni fram að þessu geta verið þess full­viss­ir að full­kom­lega óhætt verður að versla þar héðan í frá.

Frétta­vef­ur­inn Skessu­horn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert