Meirihluti Reykvíkinga vill rifta sameiningarsamningi REI og GGE

Fimmtíu og sjö prósent borgarbúa segja að rifta eigi sameiningarsamningi Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á laugardag og birt er í blaðinu í dag.

Fram kemur að heldur fleiri konur en karlar vilji að samningnum verði rift, 65,1 prósent, en 50,2 prósent karla. Rúmlega 92 prósent þeirra sem eru mótfallnir því að sameining fyrirtækjanna hafi átt sér stað vilja að samningnum sé rift, en tæplega átján prósent þeirra sem voru fylgjandi sameiningunni vilja að samningnum sé rift.

Þá segir að drjúgur meirihluti borgarbúa sé mótfallinn sameiningu þessara tveggja fyrirtækja og rúm 67 prósent telji að ekki hafi verið rétt að sameina Reykjavík Energy Invest og Geysi Green Energy. Andstaðan er meiri meðal kvenna, en 73,0 prósent þeirra segjast mótfallin sameiningu fyrirtækjanna, en 62,4 prósent karla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert