Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vætutíðina sem verið hefur í höfuðborginni að undanförnu þá mestu síðan 1993. Hann bendir á veðurbloggi sínu að regndroparnir sem komnir eru í mæli Veðurstofunnar nálgist nú 100 mm það sem af er októbermánuði. Þetta bætist ofan á allt að því metúrkomu septembermánaðar segir hann.
„Rigningartíðin hefur því staðið aðeins með tveimur eða þremur stuttum hléum frá því 15. til 20. ágúst. Í seinni tíð hefur það aðeins gerst tvisvar að hægt er að tala um sambærilega eða meiri vætutíð suðvestanlands en nú að haustlagi, en á það jafnframt bent að haustið er enn alls ekki liði,“ skrifar Einar.
Hann bendir á að í nóvember 1993 hafi gengið á með rigningu eða éljum alla daga mánaðarins. Þá nam úrkoman tæplega 260 mm sem sé mesta mesta mælda úrkoman í einstökum mánuði.
Veðurblogg Einars Sveinbjörnssonar.