Þurfa ekki að auka framleiðslu á heitum pottum

Bátasmiðir sem mbl.is ræddi við segja að ekki hafi dregið úr eftirspurn eftir fiskibátum, þrátt fyrir skerðingu aflaheimilda. Kaupendur bátanna líti til lengri tíma og telji að aflaheimildir muni er fram líða stundir aukast á ný, og ætla sér ekki að hætta í útgerð.

Mest eftirspurn er eftir 15 brúttótonna bátum, en almenn vilja kaupendur hafa bátana sem stærsta, segir Snorri Hauksson bátasmiður, og eru þá ekki síst að hugsa um aukið öryggi og gott vinnuumhverfi um borð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert