Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg milli Reykjavíkur og Hveragerðis við mikilli hálku. Tvö óhöpp hafa þegar verið tilkynnt til lögreglu og eru þau á svæðinu nálægt Litlu Kaffistofunni.
Annars er um að ræða bílveltu þar sem tveir eru slasaðir og verða fluttir með sjúkrabifreið til Reykjavíkur og hinsvegar rákust vörubifreið og fólksbifreið saman en fyrstu upplýsingar segja að ekki sé þar slys á fólki.
Annar vettvangurinn er á vegarkaflanum þar sem víggirðing er milli akreina og eru umferðartafir vegna þessa. Ökumenn eru beðnir um að fara varlega og sýna biðlund en björgunarlið frá lögreglu og slökkviliði er við störf á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.