Yfirlýsing Illuga Gunnarssonar vegna ummæla Björns Inga

Borist hefur eftirfarandi yfirlýsing frá Illuga Gunnarssyni alþingismanni:

"Vegna ummæla Björns Inga Hrafnssonar.

Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi lýsti í Silfri Egils yfir furðu sinni á því að undirritaður hefði samþykkt stofnun fyrirtækisins Landsvirkjun Invest á vettvangi stjórnar Landsvirkjunar, en sú samþykkt var gerð hinn 15 febrúar síðastliðinn. Jafnframt spurði borgarfulltrúinn hvort sá gjörningur hefði tengst þeirri staðreynd að Björgólfur Guðmundsson og Landsbankinn hefðu stofnað fyrirtækið Hydrokraft með Landsvirkjun Invest.

Til er að taka að undirritaður hætti í stjórn Landsvirkjunar á áramótum og kom því ekki að ákvörðun þeirri sem borgarfulltrúinn telur hann hafa gert. Þessa staðreynd getur borgarfulltrúinn kannað með því að hafa samband við skrifstofu Landsvirkjunar.

Hvað varðar eignarhald ríkisins á Landsvirkjun og rekstur þess fyrirtækis sem nær allur er áhættustarfsemi í stóriðju vill undirritaður taka fram að hann hefur margsinnis lagt það til að hafist verði handa við að losa ríkið út úr rekstri þess fyrirtækis.

Að lokum verður ekki hjá því komist að nefna að það vakti athygli undirritaðs hversu mjög borgarfulltrúinn klifaði á því í sjónvarpsviðtalinu að hann væri heiðarlegur og ærlegur. Óskandi er að ekki haldist í hendur nákvæmnin í málflutningi viðkomandi og ærlegheitin.

Illugi Gunnarsson alþingismaður."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert