Alþjóðlegur sjóður fyrir dýravernd, International Fund for Animal Welfare veitti í dag Árni Finnssyni formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands verðlaun fyrir starf sitt í þágu dýralífs og náttúruverndar í Breska þinghúsinu í London í dag.
Í tilkynningu sjóðsins segir að Árni hafi starfað í meira en tvo áratugi að umhverfismálum og nefnir sérstaklega baráttu hans gegn hvalveiðum og baráttu hans gegn stóriðju á Íslandi.