Beiðni þingmanna Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs um að iðnaðarráðherra flytji skýrslu um heildarkostnað við framkvæmdir við Kárahnjúka var samþykkt á Alþingi í dag. Í beiðni þingmannanna kom m.a. fram að markmið skýrslubeiðninnar sé að fá greinargott yfirlit yfir heildarkostnað við stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og þá umdeildustu.
Í beiðni þingmannanna var m.a. þess óskað að í skýrslunni urðu tölulegar upplýsingar um áætlaðan heildarkostnað við framkvæmdirnar, listi yfir og upplýsingar um alla verksamninga sem nema hærri hjárhæð en 10 milljónum króna, upplýsingar um ógreiddan kostnað samkvæmt áætlun Landsvirkjunar um verklok og upplýsingar um áætlaðar tekjur áranna 2007 og 2008 samkvæmt upphaflegri áætlun Landsvirkjunar um raforkusölu Alcoa-Fjarðaáls og til samanburðar rauntekjur af orkusölunni það sem af er þessu ári auk endurskoðaðrar tekjuáætlunar fyrir næsta ár.