Leigubilstjórar lærðu samningatækni FBI

24 Stundir

Fullt var út úr dyrum á námskeiði þar sem leigubílstjórum var kennd samningatækni sem bandaríska alríkislögreglan, FBI, notar í samningaviðræðum við gíslatökuaðstæður.

Vignir Ingi Garðarsson leigubílstjóri segir tæknina munu nýtast leigubílstjórum vel í starfi sínu. Hann vill þó ekki meina að leigubílstjórum stafi hætta af kúnnum sínum. "Það er mjög sjaldan sem við lendum í hættu við vinnu okkar, og ástandið er ekkert verra nú en verið hefur. En hins vegar fáum við oft fólk í bílana sem er í miklu uppnámi, t.d. eftir rifrildi heima við. Þá er leigubílstjórinn kannski fyrsta manneskjan sem það hittir og ræðir við," segir hann.

Vignir segir hægt að treysta leigubílstjórum fyrir áhyggjunum. "Það sem gerist í leigubíl er trúnaðarmál á milli leigubílstjóra og kúnna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert