Meðlimur í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi féll útbyrðis við æfingar í Hofsvík á Kjalarnesi skömmu fyrir klukkan níu. Hann var um borð í slöngubát og misstu félagar hans sjónar á honum í myrkrinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn en hún var skammt fyrir utan Akranes við æfingar. Maðurinn var vel búinn í flotgalla og bjargaði sér upp á sker.
Björgunarsveitarmaðurinn hringdi einfaldlega í félaga sína úr gsm síma sínum og mun eftirleikur björgunarinnar hafa verið leikur einn.
Þyrlan fann manninn um það leyti sem félagar mannsins komu að honum á skerinu.
Að sögn Landhelgisgæslunnar og lögreglu höfuðborgarsvæðisins var maðurinn vel gallaður og sakaði hann ekki.