Sjálfstæðismenn vilja styðja málsókn Svandísar Svavarsdóttur

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn

Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, frá­far­andi borg­ar­stjóri, lagði fram til­lögu um það á fundi borg­ar­stjórn­ar að borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur samþykki að styðja mál­sókn Svandís­ar Svavars­dótt­ur um boðun á eig­enda­fund Orku­veitu Reykja­vík­ur. Lagði Vil­hjálm­ur það til fyr­ir hönd borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins að borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur samþykki og taka und­ir bók­un Svandís­ar Svavars­dótt­ur á eig­enda­fundi í Orku­veitu Reykja­vík­ur hinn 3. októ­ber 2007 um lög­mæti hans og þá ákvörðun sem á hon­um var tek­in um samn­ing um aðgang að tækniþjón­ustu o fl.

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, seg­ir þetta af­skap­lega skýr skila­boð og þeim beri að fagna. Nýr meiri­hluti leggi mikla áherslu á að setja orku­mál og alla þá umræðu í þann far­veg að all­ir í borg­ar­stjórn hafi aðgang að. Seg­ir Dag­ur að þau skila­boð sem komi nú frá minni­hlut­an­um sé gott að fá en þau verði að vera af full­um heil­ind­um. Sagði Dag­ur að á kjör­tíma­bil­inu verði eng­ar stór­ar breyt­ing­ar gerðar á stjórn­kerfi borg­ar­inn­ar þar sem fé­lags­hyggju­stjórn sé kom­in til valda sem hafi mál­efni fólks­ins í borg­inni að leiðarljósi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert