Tveir handteknir eftir átök

Tveir menn voru handteknir rúmlega eitt í nótt eftir að til átaka kom milli Íslendinga og útlendinga við Funahöfða í Reykjavík. Að sögn lögreglu voru Íslendingarnir, sem voru á tveimur bílum, að ræðast við þegar tveir menn af erlendu bergi brotnu mættu á staðinn í bifreið. Einhver orðaskipti urðu á milli mannanna og kom til handalögmála segir lögregla. Hún segir erlendu mennina hafa farið og komið aftur en þá voru þeir búnir að ná sér í barefli og hníf.

Lögreglan var kölluð á staðinn og handtók mennina tvo sem gista nú fangageymslur. Tveir aðrir voru hinsvegar fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl eftir átökin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert