Umferðaóhöpp í hálkunni

Hálka var á götum Akureyrar í dag.
Hálka var á götum Akureyrar í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hálku gætti á göt­um Ak­ur­eyr­ar í morg­un og fram eft­ir degi og var hún ástæðan fyr­ir þrem­ur um­ferðaró­höpp­um þar í dag. Tveir bíl­ar runnu á sitt hvort um­ferðaskiltið á Borg­ar­braut og var ann­ar bíll­inn óöku­fær eft­ir árekst­ur­inn. Þriðja óhappið varð er ökumaður missti stjórn á bíl sín­um og ók utan í kyrr­stæðan bíl. Í öll­um til­vik­um var ein­ung­is um eigna­tjón að ræða og eng­in slys urðu á mönn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert