Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur

Jakob Frímann Magnússon, Margrét Sverrisdóttir, Ómar Ragnarsson og Ósk Vilhjálmsdóttir …
Jakob Frímann Magnússon, Margrét Sverrisdóttir, Ómar Ragnarsson og Ósk Vilhjálmsdóttir er þau kynntu framboð Íslandshreyfingarinnar. Þau kynntu framboðið í gær. mbl.i/Rax

Stjórn Land­sam­bands kvenna í Frjáls­lynda flokkn­um hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur að sam­bandið lýs­ir van­trausti á Mar­gréti Sverr­is­dótt­ur og öll vinnu­brögð henn­ar þar sem hún gekk úr flokkn­um en sit­ur samt í umboði hans í borg­ar­stjórn. Þá seg­ir að sam­bandið harmi að sundr­ung skyldi verða í Frjáls­lynda flokkn­um s.l. vet­ur þegar Mar­grét Sverr­is­dótt­ir og nokkr­ir stuðnings­menn henn­ar kusu að segja sig úr Frjáls­lynda flokkn­um eft­ir að hafa tapað í vara­for­manns­kjöri fyr­ir Magnúsi Þór Haf­steins­syni.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir:

“Lands­sam­band kvenna í Frjáls­lynda flokkn­um bend­ir á að Mar­grét Sverr­is­dótt­ir benti rétti­lega á hversu óeðli­legt það er að kjör­inn full­trúi stjórn­mála­flokks skipti um flokk á miðju kjör­tíma­bili og sitji áfram í þeirri trúnaðar­stöðu sem hann var kos­inn til upp­haf­lega. Þegar Gunn­ar Örlygs­son sem kos­inn var á alþingi fyr­ir Frjáls­lynda flokk­inn gekk í Sjálf­stæðis­flokk­inn lýsti Mar­grét Sverr­is­dótt­ir því yfir að þetta væri bæði ólög­legt og ósiðlegt að Gunn­ar skyldi ætla að halda þing­sæt­inu sem með réttu til­heyrði Frjáls­lynda flokkn­um. Hún kærði at­hæfi Gunn­ars síðan til umboðsmanns Alþing­is.

Nú er Mar­grét Sverr­is­dótt­ir í sömu stöðu og sit­ur áfram í sæti sem til­heyr­ir Frjáls­lynda flokkn­um í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur þó hún hafi sagt sig úr flokkn­um. Það er sama siðleysið og hjá Gunn­ari Örlygs­syni á sín­um tíma.

Lands­sam­band kvenna í Frjáls­lynda flokkn­um lýs­ir van­trausti á Mar­gréti Sverr­is­dótt­ur og öll vinnu­brögð henn­ar þar sem hún gekk úr flokkn­um en sit­ur samt í umboði hans í borg­ar­stjórn. Mar­grét var ekki kos­in per­sónu­kjöri held­ur voru það at­kvæði flokks­ins, sem veittu henni setu sem vara­manni í nafni Frjáls­lynda flokks­ins.

Lands­sam­band kvenna í Frjáls­lynda flokkn­um skor­ar á Mar­gréti Sverr­is­dótt­ur að fylgja því siðferði sem hún áður boðaði að ætti að gilda í stjórn­mál­um og segja af sér sem vara­borg­ar­full­trúi þannig að raun­veru­leg­ur full­trúi Frjáls­lynda flokks­ins setj­ist í borg­ar­stjórn í stað þeirra sem farn­ir eru úr flokkn­um.

Borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur Frjáls­lyndra og óháðra er óviðkom­andi Frjáls­lynda flokkn­um meðan full­trú­ar annarra flokka en Frjáls­lynda flokks­ins sitja sem full­trú­ar flokks­ins á fölsk­um for­send­um. Fram­koma Mar­grét­ar Sverr­is­dótt­ur og tæki­færis­mennska vegna eig­in hags­muna­gæslu er ekki traust­vekj­andi fyr­ir ung­ar kon­ur sem vilja taka þátt í póli­tík og ekki hvetj­andi fyr­ir kon­ur að horfa á vinnu­brögð henn­ar að sitja umboðslaus í borg­ar­stjórn. Mar­grét Sverr­is­dótt­ir sit­ur ekki fyr­ir og er á eng­an hátt tengd Frjáls­lynda flokkn­um".

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert