Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins funda með stjórnum Sjálfstæðisfélaganna á morgun

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, kom saman í morgun og var ákveðið að haldinn verði lokaður fundur fyrir stjórnir Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík klukkan hálfsex síðdegis á morgun. Á fundinum munu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skýra sín sjónarmið varðandi slit meirihlutans í borgarstjórn og framtíðina hjá borgarstjórnarflokknum.

Borgarfulltrúar flokksins komu á fund fulltrúaráðsins í síðustu viku og skýrðu stöðu sína, í kjölfarið lýsti fulltrúaráðsins yfir fullum stuðningi við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og oddvita hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert