Deilt var um skuldsetningu sjávarútvegsins í umræðu á Alþingi í dag. Guðjón Arnar Kristjánsson Frjálslindaflokknum sagði skuldir sjávarútvegsins hafa þrefaldast frá 1997 og að skuldasöfnun í greininni væri að stórum hluta vegna kaupa og sölu á aflaheimildum.
Sjávarútvegsráðherra sagði sjávarútveginn standa undir skuldasöfnuninni og að hún væri hlutfallslega minni en í öðrum atvinnuvegum hann bætti því við að fyrirtækin stæðu undir skuldunum.
Sjávarútvegsráðherra sagði að sjávarútvegsfyrirtækin væru sjálf að taka lán og að það væri ekki pólitísk ákvörðun að breyta því.