Lagt til að vegamótum Akrafjallsvegar og Innnesvegar verði breytt

Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur lokið rannsókn banaslyss sem varð á Akrafjallsvegi við Innnesveg þann 16.7.2007. Slysið varð með þeim hætti að strætisvagni var ekið í veg fyrir bifhjól og fórst bifhjólamaðurinn í slysinu. Í skýrslu nefndarinnar er tillaga í öryggisátt um breytingu á vegamótum Akrafjallsvegar og Innnesvegar auk þess sem nefndin gerir ábendingu til ökumanna um mikilvægi þess að framrúða sé hrein.

Þá er í skýrslunni ábending til ökukennara sem kenna á bifhjól að leggja mikla áherslu á þjálfun í að sveigja frá hættu.

Skýrsla rannsóknarnefndar umferðarslysa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert